Hljómsveitin Eva samdi lag um hinar mörgu skilgreiningar hinsegin stafrófsins

Auglýsing

Hljómsveitin Eva hefur gefið út lagið The Queer Song þar sem fjallað er um hinar mörgu skilgreiningar og skammstafanir hinsegin stafrófsins. Lagið var samið þegar sveitin var að safna fyrir fyrsta disknum sínum á Karolina Fund árið 2013 en þá var hægt að panta lag um eitthvað efni og styrkja í leiðinni. Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan.

„Ferðaskrifstofan Pink Iceland bað okkur um að  semja lag sem innibæri allar hinsegin skammstafanirnar, en hún er dálítið  löng romsa: LGBTQQIP2SAA. Svo þetta lag er útkoman úr þeirra pöntun og því er þetta lag að eilífu tileinkað Pink Iceland,“ segir Sigríður Eir Zophoníasardóttir í samtali við Nútímann en hún og Vala Höskuldsdóttir skipa sveitina Evu.

Auglýsing

læk

Instagram