today-is-a-good-day

María Birta í nýju myndband Alexanders Jarls: „Loksins kom skotvopnaleyfið sér vel“

Rapparinn Alexander Jarl hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Hvort annað. Mikið er lagt í myndbandið sem Haukur Björgvinsson leikstýrði og þú getur horft á hér fyrir ofan.

Leikkonan María Birta kemur fram í myndbandinu en hún hefur búið í Los Angeles síðustu ár. „Ég fékk handritið viku fyrir tökur og sá þar að við ættum að vera á skotveiðum,“ segir María á Facebook-síðu sinni.

Loksins kom skotvopnaleyfið sér vel sem ég tók árið 2012. Svo ég vil þakka Lögreglunni á Selfossi fyrir að vera frábær og leyfa mér að hleypa af nokkrum skotum á Þingvöllum.

Alexander er ánægður með útkomuna og segir á Facebook að eftir að lagið var samið hafi honum liðið eins og það væri meira verk en hin lögin sem hann vann að ásamt Helga Ársæli. „Einhverskonar blanda af rnb og austfirskri möntru,“ segir hann.

„Hrein tilfinning yrt og endurtekin aftur og aftur eins og drillur. Þaðan af ákváðum við að henda öllum hinum lögunum og byrja upp á nýtt. Fullkomin umbreyting á hljóði okkar og texta þýddi einfaldlega mikil sjálfskoðun og breyting innra með.“

Alexander segir að nú sé hann tilbúinn með plötu í fullri lengd sem hefur fengið nafnið Ekkert er eilíft. „Ég hefði kannski ekki getað fundið ostalegri titil, en af öllum austfirsku möntrunum er þessi mér kærust,“ segir hann.

Auglýsing

læk

Instagram