Myndband: Brjálaður fögnuður Jóns Þórs eftir sigurmark Íslands á Króatíu slær í gegn á Internetinu

Ísland vann Króatíu í undankeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. Hörður Björgvin Magnússon skoraði mark Íslands á 90. mínútu leiksins og sótti þar með þrjú gríðarlega mikilvæg stig.

Sjá einnig: Gylfi Sig fagnaði sigrinum á Króatíu með bragðaref í Ísbúð Vesturbæjar

Enginn fagnaði sigurmarkinu meira en Jón Þór Eyþórsson en brjálaður fögnuður hans hefur slegið í gegn á Internetinu. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

Ísland er nú í öðru sæti í I-riðli með 13 stig, eins og Króatía sem er með hagstæðari markatölu. Næsti leikur Íslands er á móti Finnlandi 2. september.

Auglýsing

læk

Instagram