Auglýsing

Myndband: Hundruð þúsunda bíða eftir því að gíraffinn April beri

Gíraffinn April, sem býr í dýragarðinum Animal Adventure Park í Harpursville í New York-fylki Bandaríkjanna er sú vinsælasta á Youtube þessa dagana. Bein útsending er úr gryfju hennar þar sem að áhorfendur bíða spenntir eftir því að April fæði inn í heiminn lítinn gíraffakálf.

Um 200.000 þúsund manns voru að horfa á Apríl samtímis í gær en það styttist ört í fæðinguna. Greint var frá því á Facebook-síðu garðsins síðastliðinn föstudag af dýralækni á svæðinu að líklega myndi April eiga áður en helgin myndi klárast.

Núnna, sex dögum síðar, hefur April ekki enn þá átt og fólk bíður því spennt eftir nýja meðlimi dýragarðsins.

Í athugasemdum undir myndbandinu verður hægt að taka þátt í keppni um hvaða nafn gíraffakálfurinn fær. Fyrir þá sem geta ekki ímyndað sér að missa af þessum heimsviðburði geta beðið um að fá skilaboð ef og þegar eitthvað byrjar að gerast hér.

Fylgstu með April í beinni útsendingu hér fyrir neðan

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing