Tryggvi eftirherma leikur stórkostlegt Skype-símtal milli Gylfa Sig og Enska

Auglýsing

Tryggvi Freyr Torfason, er menntaður leikari sem hefur heldur betur slegið í gegn á Snapchat að undanförnu. Nútíminn hefur áður fjallað um eftihermur Tryggva en hann hermdi eftir þeim Gylfa Sig, Binna Glee og Sólrúnu Diego sem vakti mikla lukku. Í gær lék Tryggvi Skype-símtal Gylfa Sig við snapparann vinsæla, Viðar Skjóldal eða Enska eins og hann kallar sig. Horfðu á stórkostlegt myndband hér fyrir ofan.

Sjá einnig: Geggjaðar eftirhermur Tryggva slá í gegn: Nær Binna Glee, Sólrúnu Diego og Gylfa Sig fáránlega vel

Tryggvi segir í samtali við Nútímann að hann hafi óvart byrjað að herma eftir Enska. „Ég fór að herma eftir Enska bara um daginn þegar ég var að segja félaga mínum hvað hann hafi verið að gera á Snappinu sínu og þá kom þetta bara.“

Enski hefur verið í sambandi við mig frá því ég gerði þetta fyrst og hann hlær bara af þessu

Fyrir áhugasama er notendanafn Tryggva á Snapchat : Tryggvu

Auglýsing

læk

Instagram