Auglýsing

Örskýring: Af hverju mega sum börn ekki taka snjallúr með sér í skólann?

Um hvað snýst málið?

Skólastjóri Rimaskóla í Reykjavík sendi foreldrum barna á yngstu stigum skólans bréf fyrr í vikunni þar sem beðið var um að börnin séu ekki með snjallúr á skólatíma.

Hvað er búið að gerast?

Snjallúr hafa notið töluverðra vinsælda að undanförnu, þar á meðal úr sem eru sérstaklega ætluð fyrir börn.

Foreldrar stjórna öllum aðgerðum barnasnjallúrsins úr sínum síma. Um er að ræða tæki sem býr yfir hlerunar- og staðsetningarbúnaði.

Hægt er að skoða ferðir barnsins yfir daginn og með því að hringja í úrið er hægt að hlusta á það sem fram fer í kringum barnið. Þá fær foreldri viðvörun í símann sinn ef úrið er tekið af eða ef barnið fer út fyrir ákveðið svæði með úrið.

Helgi Árnason, skólastjóri Rimaskóla, sagði ekki boðlegt fyrir kennara eða aðra foreldra að hægt sé að hlusta á það sem fer fram í kennslustofunum.

Margrét María Sigurðardóttir, Umboðsmaður barna, segir tækið vekja upp spurningar friðhelgi einkalífs barna. Mikilvægt sé að börn viti og samþykki ef úrin eru notuð til eftirlits.

Hvað gerist næst?

Ekki hafa borist fréttir um samskonar aðgerðir úr öðrum skólum.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing