Örskýring: Emmsjé Gauti vs. Reykjavíkurdætur

Um hvað snýst málið?

Emmsjé Gauti birti tíst á Twitter aðfaranótt laugardags:

Talsverð umræða skapaðist um tístið á samfélagsmiðlinum. Hann tók þó fram að hann vildi sjá fleiri stelpur rappa rapp.

Hvað er búið að gerast?

Gauti sagði svo í viðtali á Vísi að hljómsveitin hafi ekki staðið undir væntingum. Hann árettaði þó að hann væri ekki að starta beefi, heldur segja sína skoðun.

Kolfinna Nikulásdóttir, rappari í Reykjavíkurdætrum, svaraði Gauta í sömu frétt sagði hann haldinn ótta og minnimáttarkennd:

Hvað er hann gamall? Fertugur? Nei, grínlaust það er skrýtið að vera orðinn remba svona ungur.

Reykjavíkurdætur birtu í kjölfarið yfirlýsingu á Facebook þar sem kom fram að hljómsveitin er ekki öll sammála málflutningi Kolfinnu:

„Þú hefur einnig sagt að fólk þori ekki gagnrýna okkur og að það sé tabú að gera eitthvað slíkt. Vissulega eru einhverjir sem hafa öruglega ekki viljað gagnrýna okkur en þá má ekki gleyma að við höfum orðið fyrir mjög miklu mótlæti. Við höfum oft þurft að heyra að við eigum ekki stað í rappheiminum.“

Hvað gerist næst? 

Í viðtalinu á Vísi segist Gauti ekki hafa neitt persónulega á móti Reykjavíkudætrum. „Nei, alls ekki. Ég lít á margar þeirra sem vinkonur mínar.“

Yfirlýsing Reykjavíkurdætra endar á hvatningu: „Fögnum fjölbreyttninni og sýnum hvoru öðru kærleik!“

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Instagram