Örskýring: Hvaða vesen er þetta á Pírötum?

Uppfært kl. 18.05: Í tilkynningu frá Píraötum kemur fram að enginn fótur sé fyrir ásökunum um að Birgitta Jónsdóttir hafi haft óeðlileg afskipti af uppröðun lista í NV kjördæmi heldur reyndust þær fullyrðingar byggðar á skorti á samskiptum.

Ágúst Beaumont, sem lagði þessar ásakanir fram, hefur beðist afsökunar og lýst yfir fullum stuðningi við listann og flokkinn.

Um hvað snýst málið?

Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, er sökuð um að beita sér fyrir því að Gunnar Ingiberg Jónsson hafni ofar á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi.

Hvað er búið að gerast?

Á vef RÚV er haft eftir Hafsteini Sverrissyni, fyrrverandi varaformanni Pírata á Vesturlandi, að Birgitta hafi hringt í flokksmenn víða á Vesturlandi og mælst til þess að hliðrað væri til fyrir Gunnari og að hún hafi hvatt flokksmenn til þess að samþykkja ekki listann eftir prófkjörið.

Píratar höfnuðu lista flokksins í Norðvesturkjördæmi eftir að Þórður Pétursson, oddviti flokksins í kjördæminu, var sakaður um smölun fyrir prófkjör. Prófkjörið var því endurtekið.

Í yfirlýsingu á Facebook-síðu Pírata hafnar Birgitta því að hafa hringt í fólk í þeim tilgangi að hvetja það til að kjósa á einhvern tiltekinn hátt í prófkjörum Pírata undanfarnar vikur.

„Ég hef heldur ekki farið fram á að fólki sé raðað á lista eftir einhverri tiltekinni röð, né að listum sé hafnað, hvað þá að ég hafi skipað fyrir um nokkuð í því samhengi; enda hafði ég ekki til þess umboð, vald eða vilja,“ segir hún.

Hvað gerist næst?

Í yfirlýsingu sinni segist Birgitta vilja funda með hluteigandi við fyrsta tækifæri til að fá skilning á því hvernig viðkomandi aðilar hafi upplifað atburðarrás síðastliðinna vikna.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Instagram