Örskýring: Lendingin á halastjörnunni tókst

Um hvað snýst málið?

Könnunarfarið Philae hefur lent á halastjörnunni 67P/Churyumov-Gerasimenko. Þetta er í fyrsta sinn sem könnunarfar lendir á halastjörnu.

Lendingarfarið á að endast í að minnsta kosti viku, en vonir standa til að það haldi áfram rannsóknum í einhverja mánuði. Rannsóknargögnin eru send upp í brautarfarið sem endurvarpar þeim til jarðar. Þetta kemur fram á Stjörnufræðivefnum.

Hvað er búið að gerast?

Rosetta ferðast alls rúma sex millj­arða kíló­metra og er nú um 400 millj­ón­ir kíló­metra frá jörðinni.

Rosetta er ómannaður rannsóknarleiðangur Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) til halastjörnunnar. Rosetta var skotið á loft 2. mars árið 2004 og fór á braut um halastjörnuna 6. ágúst 2014. Með í för var lendingarfarið sem lenti á halastjörnunni.

Philae er afrakstur samstarfs ESA og stofnana í átta aðildarríkjum þess (Austurríki, Finnland, Frakkland, Ungverjaland, Írland, Ítalía, Bretland, Þýskaland) undir forystu þýsku geimrannsóknarstofnunarinnar (DLR).

Sævar Helgi Bragason stjörnufræðingur, segir lendinguna merkilega, í viðtali á RÚV:

Yfirborðið sem þarna bíður manna er gerólíkt því sem bíður mönnum á öðrum hnöttum á sólkerfinu.

Hvað gerist næst?

Í Philae eru mælitæki sem eiga að gera eins ítarlegar rannsóknir á yfirborðinu og mögulegt er. Rannsóknirnar eiga meðal annars að varpa ljósi á hvernig sólkerfi okkar myndaðist.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Instagram