Örskýring: Skýrslan um ofbeldið á Kópavogshæli útskýrð

Um hvað snýst málið?

Börn voru beitt andlegu og líkamlegu ofbeldi á Kópavogshæli í rúm fjörutíu ár. Þetta er niðurstaða vistheimilanefndar um vistun barna á Kópavogshæli á árunum 1952 til 1993 sem hefur skilað skýrslu sinni um hælið.

Hvað er búið að gerast?

Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að börn sem voru vistuð á fullorðinsdeildum hælisins hafi þurft að þola líkamlegt og andlegt ofbeldi og vanrækslu af ýmsu tagi sem stofnaði lífi þeirra og heilsu í alvarlega hættu.

Börn á hælinu voru svipt réttindum og þurftu samkvæmt skýrslunni að þola ómannlega eða vanvirðandi meðferð eða refsingu fyrir óþekkt. Vistheimilanefnd telur að flestar þarfir barna hafi verið vanræktar í verulegum mæli á hælinu.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur beðið alla þá sem voru vistaðir sem börn á Kópavogshælinu og fjölskyldur þeirra afsökunar á þeirri ómannúðlegu og margháttuðu vanrækslu sem börn hafi búið þar við.

Hvað gerist næst?

Til stendur að greiða þeim se urðu fyrir ofbeldi eða illri meðferð sanngirnisbætur. Jón Magnússin, formaður Samtaka vistheimilabarna, segir að slíkar bætur séu of lágar og kallar eftir því að þau misþyrmdu börnum verði látin sæta ábyrgð.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Instagram