Örskýring: Tristan Thompson hótað lífláti eftir hann hélt framhjá óléttri Khloe Kardashian

Auglýsing

Um hvað snýst málið?

Tristan Thompson, leikmaður Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni, er sagður hafa haldið oft og mörgum sinnum framhjá kærustunni sinni, Kardashian-systurinni Khloe. Hún gengur með barn þeirra og býr sig nú undir að koma því í heiminn en Tristan á ekki sjö dagana sæla.

Hvað er búið að gerast?

Framhjáhaldið varð opinbert í vikunni þegar vefmiðillinn TMZ birti myndband úr öryggismyndavél frá því í október sem sýndi Tristan gera sér dælt við tvær konur á skemmtistað í Washington. Khloe var þá komin þrjá mánuði á leið. Myndbandið sýnir hann kela við konurnar og önnur grípur meðal annars í klof hans.

Auglýsing

Fleiri myndbönd birtust í kjölfarið sem sýndu Tristan með öðrum konum. Ein þeirra birti myndband á Instagram sem virtist sýna hann kela við hana en hún tók það niður eftir skamma stund.

Aðdáendur Khloe hafa ekki sparað stóru orðin um Tristan á samfélagsmiðlum. Hann hefur fengið líflátshótanir ásamt því að vera kallaður hataðasti maður Bandaríkjanna um þessar mundir. Þá var púað á hann í leik Cleveland og New York í gærkvöldi.

Hvað gerist næst?

Samkvæmt nýjustu fréttum er Khloe í rusli yfir hegðun kærastans. Hún ætlar þrátt fyrir það ekki að koma í veg fyrir að hann verði fái að vera viðstaddur fæðingu dóttur þeirra, sem er væntanleg í heiminn á hverri stundu.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Besta bananabrauðið

Besta bananabrauðið

Instagram