Örskýring um félag eiginkonu forsætisráðherra, eignir upp á 1,2 milljarða króna

Um hvað snýst málið?

Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, opinberaði á Facebook í gær að félag heldur utan um miklar eignir hennar, og heitir Wintris Inc, væri skráð erlendis.

Í dag var síðan greint frá því að félagið er skráð á Bresku Jómfrúareyjunum. Samkvæmt skattskýrslum eru eignir forsætisráðherrahjónanna um 1,2 milljarðar króna. Þær eru nær allar vistaðar inni í Wintris.

Anna Sigurlaug hefur gefið þær skýringar á skráningu félagsins á aflandseyju að þau Sigmundur Davíð hafi verið búsett í Bretlandi á þessum tíma og einfaldlast hafi verið að félagið yrði vistað í alþjóðlegu umhverfi svo auðvelt yrði að nálgast þær óháð búsetu.

Hvað er búið að gerast?

Í tilkynningu sinni í gær sagði Anna Sigurlaug að hún hafi greitt alla skatta sem átti að greiða á Íslandi. Hún hefur enn fremur látið birta staðfestingarbréf frá KPMG á Íslandi, sem sér um skattamál hennar, þar sem slíkt er staðfest.

Í dag hafa verið sagðar fréttir af því að Wintris hafi verið kröfuhafi bæði í bú Landsbankans og Kaupþings og átt kröfur upp á tæpar 400 milljónir króna. Félagið mun því fá greitt úr búunum eins og aðrir kröfuhafar eftir að nauðasamningar þeirra voru samþykktir í desember.

Hvað gerist næst?

Það má guð vita.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Þetta er svokölluð gestaörskýring frá Kjarnanum. Smelltu hér til að lesa fréttaskýringu um málið á Kjarnanum.

Auglýsing

læk

Instagram