Raunverulegur tímasparnaður – þrautreyndar aðferðir við íslenskar aðstæður

Hversdagsleg verkefni okkar foreldra taka tíma. Uppsafnaðan tíma þeirra mætti vel verja í eitthvað annað og skemmtilegra. Ég hef skrollað mér til óbóta í leit að tímasparnaðarráðum og prófað þau mörg, með afar misjöfnum árangri. En hér er listinn minn yfir þau sem virka, prófuð við raunverulegar íslenskar aðstæður.

1. Síma-, veskis- og lyklastöðin????????????

Það er ekkert leiðinlegra en að eyða tíma í leita að sjálfum sér. Ef taskan, veskið og síminn fá almennt að vera á sama stað, til dæmis nálægt hleðslutæki, er engar líkur á því að þú hlaupir um eins og hauslaus hæna heima hjá þér korter í vesen á versta degi lífs ykkar allra.

2. Ruglusokkar ????

Keyptu sokka sem eru allir eins. Eða sættu þig við konseptið ruglusokkar – sumsé ósamstæðir sokkar. Tími okkar á þessari plánetu er of takmarkaður fyrir sokkapörun.

3. Einn pottur????

Borðið þið old school fisk? Sjóddu þá fiskinn með kartöflunum. Ég sver að mér hefur ekki orðið meint af því. Þú byrjar á því að sjóða kartöflurnar – þegar þær eru því sem næst tilbúnar setur þú fiskinn oní hjá þeim. Þetta er hvort eð er allt að fara í mauk í maganum á ykkur. Þú sparar pottaþvott og rafmagn. Þetta virkar líka með pokahrísgrjón og kjötbollur.

4. Álið af!????

Í guðanna bænum rífðu álið af! Þú veist, álfilmuna sem innsiglar allt mögulegt – rífðu hana af smjörinu, jógúrtinu, grjónagrautnum … öllu sem verða má þegar þú opnar umbúðirnar í fyrsta sinn. Þetta áldrasl er innsigli og hættir að þjóna tilgangi sínum þegar þú byrjar að nota vöruna. Það er algjörlega tilgangslaust að leyfa því að flapsast þarna fyrir þér og öllum öðrum þar til allt er búið úr dósinni.

5. Skolaðu allt í einu????????????????

Þvoðu grænmetið og ávextina áður en það fer í ísskápinn. Mér finnst þetta persónulega mjög leiðinlegt verkefni og gleymi því oft meðvitað þegar ég er að elda. En, ef maður man eftir að skola af öllum innkaupunum í einu áður en það fer inn er þetta miklu minna vesen – mundu bara að lofa öllu að þorna vel áður en það fer inn í ísskápinn.

6. Ekki hanga á músinni ????

Þú ert á netinu. Ekki hanga á örvalyklunum, eða hovera með músina á hægri stikunni til að komast niður síðurnar. Notaðu Spacebar til þess að komast niður síðuna og Spacebar plús Shift til að komast aftur upp. Þetta eitt hefur sparað mér ótal klukkustundir.

7. Stikan er málið????

Að sama skapi. Hættu að fara á heimasíðu Google til þess að gúggla. Skrifaðu leitarorðin þín beint í stikuna uppi. Það má. En mundu bara að það er skjár í höfuðstöðvum Google sem sýnir leitarorð sem verið er að nota live allan sólarhringinn. Ég hef séð þennan skjá og hann er verulega afhjúpandi. Fólk er skrýtið og með tjónaðan smekk fyrir allskyns undarlegum hlutum.

8. Fækkaðu valmöguleikunum????????????????

Til dæmis ef þú þarft að stýra klæðaburði barnanna þinna taktu þá fötin til um kvöldið áður – með eða án samþykkis þeirra. Það tímafrekasta við fatnað barnanna eru allir möguleikarnir, fækkaðu þeim og sparaðu tíma. Frelsi er tímafrekt.

9. Minnkaðu væntingar????

Íhugaðu að klippa þig stutt, eða minnka væntingar þínar gagnvart þínu eigin hári.
Hár er tímafrekt.

10. Bílakit????

Komdu þér upp bílakitt-i. Aukasett af sólgleraugum, blautklútum, skærum, vettlingum, pyngju með klinki, aukalyklum og raunar öllu því sem þú þarft oftast að hlaupa inn og sækja. Ef þú hefur fyrir því að setja þetta smádót í lítinn kassa og stinga undir bílstjórasætið er nokkurn veginn tryggt að þú þurfir aldrei að nota það, né hlaupa eftir því framar.


Ertu með fleiri ráð fyrir foreldra? Deildu þá og bættu við!
Við þurfum öll á fleiri góðum ráðum að halda, og meiri tíma. 

Lækaðu svo ef þér líkar síðan okkar og þá missir þú ekki af neinu.

Auglýsing

læk

Instagram