Sjö reglur um myndir á Tinder sem er stranglega bannað að brjóta

Á Tinder er mikilvægt að velja réttar myndir af sér. Notandinn er að markaðssetja sjálfan sig hvort sem tilgangurinn er að finna ástina eða eitthvað annað.

Hér koma því sjö reglur varðandi myndanotkun á Tinder sem bannað er að brjóta.

 

1. Hafðu mynd

Ekki vera með virkan tinder aðgang án myndar. Það er eins og að setja pening í spilakassa en sækja aldrei vinninginn.

2. 
Ekki hafa mynd af þér ásamt öðrum einstaklingum á svipuðum aldri

3.tindermargir

Hvernig í andskotanum á ég að vita það hver af þessum einstaklingum ert þú?

3.
 Ekki hafa gamla mynd af þér

4.tindergomul

Ég hef engan áhuga á því að sjá hvernig þú leist út fyrir fimm árum síðan, það hjálpar engum í dag, ekki einu sinni sjálfum þér.

4. Hafðu mynd af þér í raun — ekki taka mynd af Google

5.tinderekkigoogle

Ekki nota glansmynd af John frá Svíþjóð sem þú tókst af Google. Hann er eflaust með breitt bros og hvítar tennur en ekki gera það.

5. Hafðu andlitsmynd af þér

6.tinderskidi

Alls ekki hafa mynd af þér í skíðagalla með skíðagleraugu og hjálm. Við viljum sjá andlitið þitt – og þá meina ég ekki mynd af sixpackinu þínu í World Class Laugum, heldur andlitinu þínu.

6. Ræktarmyndir: Nei

7.tinderraekt

Ekki hafa tinderið þitt stútfullt af heilmyndum af þér í World Class Laugum – ég endurtek, sérstaklega ekki myndir af einungis sixpackinu þínu. Brostu bara framan í myndavélina og taktu mynd.

7.
 Alls ekki hafa mynd af börnunum þínum

2.tinderbarn

Það er einfaldlega mjög skrítið. Þegar ég opna tinder á sunnudagskvöldi er ég að leitast eftir öllu öðru en myndum af litlum börnum á tinder, svo vilja þau örugglega ekkert vera þarna.

Auglýsing

læk

Instagram