Auglýsing

Flavor Flav rekinn úr Public Enemy

Flavor Flav, sennilegasta þekktasti hypemaður í heimi, var um helgina rekinn úr rappsveitinni Public Enemy. Ástæðan var mismunandi áherslur í pólitík. Málið var það að Public Enemy áttu að spila á húllumhæi í kringum framboð Bernie Sanders en Flavor Flav ætlaði sér víst ekki að taka þátt í því og lét lögfræðing sinn senda kröfu á framboðið að þau skildu hætta að nota myndir af honum til að auglýsa giggið. Í framhaldi af því var hann svo rekinn úr bandinu. Flavor Flav hefur verið hluti af PE í 37 ár og því sorgleg málalok. Það er ekki ólíklegt að einhverjar undirliggjandi deilur hafi legið þarna að baki en það eru einungis ágiskanir okkar hér á Ske.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing