„Var mjög þunglyndur áður en ég byrjaði að lyfta.“—SKE spjallar við aflraunamanninn Theodór Má (myndband)

SKE Sport

Nýverið kíkti SKE við í Thor’s Power Gym í Kópavogi en heimsóknin var liður í myndbandsseríunni SKE Sport þar sem líkamleg og andleg heilsa er í fyrirrúmi. Þá spjallaði SKE við aflraunamanninn Theodór Má Guðmundsson sem ætlar sér langt á sviði aflrauna í framtíðinni (sjá hér að ofan). Líkt og fram kemur í viðtalinu var Theodór alltaf hár að vexti—en alltaf tágrannur: 

„Ég var vaxinn eins og ljósastaur. Ég var 2.03 á hæð og léttastur 87 kg—en fyrir svona hávaxinn mann er það bara skinn og bein … mér leið mjög illa með sjálfan mig áður en ég byrjaði að lyfta.“

– Theodór Már Guðmundsson

Í dag er Theodór 2.08 og 158 kg. Hann er því búinn að þyngjast um 60-70 kg. Áhugasamir geta fylgst með Theodóri á Youtube.

Nánar: https://www.youtube.com/user/TheodorMarTV

Auglýsing

læk

Instagram