Auglýsing

Lengri útgáfa af auglýsingu Tómas Lemarquis og Brett Favre

Þann 23. janúar sögðu íslenskir fjölmiðlar frá bandarískri sjónvarpsauglýsingu 
fyrir kjúklingastaðinn Buffalo Wild Wings sem skartar íslenska leikaranum Tómas Lemarquis og NFL goðsögninni Brett Favre en í gær leit lengri útgáfa („extended version“) af auglýsingunni dagsins ljós (sjá hér fyrir ofan).

Auglýsingin er í raun framhald af eldri auglýsingarherferð Buffalo Wild Wings þar sem gestir kjúklingastaðarins skemmta sér svo vel inni á veitingastaðnum, að horfa á NFL leiki, að þeim langar ekki heim. Þessi tregða gestanna til þess að yfirgefa staðinn veldur því að samúðarfullir dómarar, sem og starfsmenn Buffalo Wild Wings, beita sér fyrir því að einstökum leikjum er framlengt – og oft á tíðum á mjög svo ósanngjarnan máta.

Í þessari nýju auglýsingu er fyrrnefnda hugmynd endurvakin til þess að varpa ljósi á umdeilt met eins ástsælasta íþróttamanns NFL deildarinnar: Brett Favre. 

Fáir íþróttamenn státa sig af jafn mörgum metum í NFL deildinni eins og Brett Favre: Hann á metið fyrir flestar heppnaðar sendingar (6.300), flestar sendingartilraunir (10.169), flesta sigra (186, sem hann deilir með Peyton Manning) og fyrir það að vera sá leikmaður sem hefur hvað oftast verið í byrjunarliði NFL liðs (298, met sem verður líklegast aldrei slegið). 

Svo er það annað met sem Brett Favre er væntanlega ekki eins stoltur af; enginn 
leikstjórnandi hefur kastað knettinum jafn oft í arma andstæðingsins 
(„interceptions“), eða 336 sinnum.

Í auglýsingunni er gefið í skyn að þetta sé allt saman samsæriskenning; ástæðan fyrir þessum slæmu sendingum Brett Favre hafi í raun og veru verið tregða gesta Buffalo Wild Wings til þess að yfirgefa veitingastaðinn. 

Hér fyrir neðan eru svo tvær auglýsingar úr þessari eldri herferð, sem varpa ljósi á nýju auglýsinguna með Tómasi Lemarquis.

Orð: RTH

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing