Masta Ace og Pharoahe Monch saman í nýju myndbandi: „The Fight Song“

My killa tape’s /
Gonna play loud 
Till Dilla wakes /

segir bandaríski rapparinn Masta Ace í laginu The Fight Song sem hann samdi í samstarfi við taktsmiðinn Marco Polo og Pharoahe Monch. Línan vísar að sjálfsögðu í tónlistarmanninn sáluga J Dilla (Dilla andaðist árið 2006, langt fyrir aldur fram). Myndbandið við lagið rataði inn á Youtube í gær (sjá hér að ofan). 

Lagið er að finna á plötunni A Breukelen Story sem Masta Ace og Marco Polo gáfu út í nóvember í fyrra (sjá hér að neðan). Meðal þeirra sem koma við sögu á plötunni eru Smif-N-Wessun, Styles P, Lil Fame og Elzhi.

Platan fékk 7 í einkunn af 10 mögulegum hjá vefsíðunni The 405 í fyrra. 

„A Breukelen Story er bjargvættur aðdáenda gamla skólans. Meðalhraðir, afslappaðir taktar, skreyttir píanó- og gítarsömplum, minna helst á endurreisnartímabil rapptónlistar á tíunda áratugi síðustu aldar,“ ritar blaðamaðurinn Timothy Michalik í umfjöllun sinni á síðunni. 

Nánar: https://www.thefourohfive.com/music/review/review-masta-ace-with-the-assist-from-marco-polo-continues-to-prove-he-s-the-most-consistent-og-in-hip-hop-154

Auglýsing

læk

Instagram