ómissandi hlaðvarp fyrir sanna rappaðdáendur

Með tilkomu hlaðvarpsins hefur útvarpsmiðillinn öðlast nýtt líf en allt frá árinu 2004 hefur
hlustendum gefist kostur á því að hlýða á sína uppáhalds útvarpsþætti hvar og hvenær sem er;
vilja sumir meira að segja meina að hlaðvarpsmiðillinn eigi rætur að rekja til níunda áratugar síðustu aldar en það er önnur saga.  

Frá upphaf þessa miðils hafa fjölmargir merkilegir þættir hljómað í eyrum manna um allan heim og má þar helst nefna hlaðvarpsþætti á borð við This American Life, Serial, S-Town, The Joe Rogan Experience og Radiolab

Eitt af því sem hefur ávallt vantað, að mati SKE, er góður og vel unninn þáttur um Hip-Hop menningu – en ekki lengur. 

Síðastliðinn föstudag (16. júní) gaf Gimlet Media út fyrsta þáttinn í hlaðvarpsseríunni Mogul sem fjallar um ævi viðskiptajöfursins Chris Lighty (sjá hér fyrir ofan). Í raun kom þátturinn út á Spotify í vor en það var ekki fyrr en síðastliðinn 16. júní sem þátturinn var aðgengilegur annars staðar. 

Chris Lighty fæddist þann 8. maí 1968 í Bronx, New York og lést 30. ágúst 2012 í sama hverfi. Má því að segja að Lighty hafi verið viðstaddur fæðingu Hip-Hop menningar í New York og tekið virkan þátt í uppeldi þess og þroska; fór hann úr því að bera plötukassa fyrir goðsagnakennda plötusnúðinn DJ Red Alert sem ungur maður í það að sinna markaðs- og umboðsstörfum fyrir marga þekktustu rappara sögunnar, þar á meðal Nas, Mobb Deep, Missy Elliott, LL Cool J, 50 Cent of fleiri. Eins og fram kemur í fyrsta þætti Mogul þá er eitthvað gruggugt við dauða Lighty. 

Þættinum stýrir lögfræðingurinn Reggie Ossé, einnig þekktur sem Combat Jack, en hann hefur meðal annars ritstýrt Hip-Hop tímaritinu The Source. 

Áhugasamir geta gerst áskrifendur af Mogul á iTunes eða með því að niðurhala beint af vefsíðu Gimlet Media:

https://gimletmedia.com/mogul/

SKE mælir sérstaklega með góðri grein um hlaðvarpið í New Yorker:

https://www.newyorker.com/secti…

Auglýsing

læk

Instagram