„Ég og Dilla einbeittum okkur að tónlistinni.“

Auglýsing

Tónlist

Í gær (7. mars) birti vefsíðan Hypebeast áður óbirt viðtal sem leikstjórinn og framleiðandinn Jeff Broadway tók við Kanye West árið 2013. Hluti af viðtalinu birtist í heimildarmynd Broadway um plötufyrirtækið Stones Throw, Our Vinyl Weighs a Ton, en þetta er í fyrsta skipti sem viðtalið er aðgengilegt í fullri lengd. 

Í viðtalinu ræðir Kanye West, meðal annars, samband sitt við Jay-Dilla, en sá síðarnefndi hafði mikil áhrif á tónlist West. 

„Ég kynntist Jay-Dilla heima hjá Common í Los Angeles … ég man að ég starði á MPC-inn (sampl- og trommuheili) hans Jay Dilla og hugsaði með sjálfum mér: ,þessar trommur rekja rætur sínar til þessa MPC;’ líklegast bestu trommur í sögu rapps.“

– Kanye West

Auglýsing

Einnig ræði Kanye West uppáhalds tónlistarmanninn sinn, James Brown; 
uppáhalds plötufyrirtækið sitt, Motown; og borgina Detroit í Bandaríkjunum. 

Nánar: https://hypebeast.com/2017/3/k…

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram