Langafabarn Otto von Bismarck spilar á Nasa

Á 19. öldinni stóð járnkanslarinn Otto von Bismarck í ströngu. Með mikilli kænsku skipulagði Bismarck röð stríða í Evrópu með það fyrir sjónum að sameina þýsku smáríkin í eitt stórríki undir forystu Prússa.

100 árum seinna var langafabarn Bismarck í ekki ósvipuðum pælingum – nema þá á sviði tónlistar.

Laugardaginn 24. september stígur langafabarn járnkanslarans, Moritz von Oswald, á svið á Nasa (í boði Smirnoff). Þessi merki áhrifavaldur teknósins er lifandi goðsögn sem hefur – líkt og Bismarck – tengt saman menningarheima á undraverðan hátt; sem einn af forsprökkum tvíeykisins Basic Channel (ásamt Mark Ernestus) á tíunda áratugnum starfaði hann með tónlistarmönnum með rætur í karabískri tónlist og gat þetta samstarf þannig af sér sérstaka kvísl raftónlistar sem kallst „dub techno“ („dub“ tekknó er í raun samblanda af „minimal“ tekknói og „dub“ tónlistar.)

Einnig þróuðu Basic Channel „deep“ tekknó stefnuna og telst Moritz sjálfur, undir nafninu Maurizio, ábyrgur fyrir „minimal“ tekknó stefnunni, sem hefur verið sérstaklega áberandi í danstónlist undanfarin ár. Ásamt Mark Ernestus er Moritz ábyrgur fyrir útgáfum eins og Basic Channel, Mainstreet Records, Mseries, Rhythm & Sound og Chain Reaction.

Moritz Von Oswald á mikið af aðdáendum hér á landi og hefur haft ómæld áhrif á tónlistarmenn um allan heim; þar á meðal Íslendinga sem tóku tónlist hans eins og nýjum framandi boðskap.

SKE hvetur lesendur til þess að tryggja sér miða á þennan einstaka viðburð.

https://www.tix.is/is/buyingflow/tickets/3211/1436…

Hér fyrir neðan má hlýða á nokkur sígild lög eftir Moritz og Basic Channel ásamt viðtal við Moritz sjálfan.

Auglýsing

læk

Instagram