Fóru grandalaus í sýndarferðalag með kærulausum bílstjóra sem velti bílnum: „Þetta er rosalegt!“

Berglind Festival, Hjálmar Örn, Binni Glee og Keli í Agent Fresco eru á meðal þeirra sem voru leidd grandalaus upp í veltibíl í Smáralind á dögunum þar sem sýndarveruleikaferðalag beið þeirra. Bílstjórinn var ekki með augun á veginum og endaði á keyra útaf með hræðilegum afleiðingum. Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan.

Sjá einnig: Guðni Th. rifjar upp þegar hann missti fókus og keyrði útaf

Allt var þetta hluti af átakinu Höldum fókus sem snýst um að fá fólk til að hætta að nota farsíma undir stýri. Síminn, Samgöngustofa og Sjóvá gefa fólki kost á að taka þátt í verkefninu í Smáralind sem Tjarnargatan vann með aðstoð frá Imperial VR fram yfir næstu helgi.

Leikararnir Arnar Dan og Bergdís Júlía leika í auglýsingu Höldum fókus í ár en sátu einnig í veltibílnum þegar fólkið í myndbandinu tók niður sýndarveruleikagleraugun, sem gerði upplifunina ansi raunverulega. Fólk var því í vægu uppnámi þegar bíllinn hætti loksins að velta.

Auglýsing

læk

Instagram