Auddi og Steindi lúbarðir í glímu í Bólivíu: „Þær eru ekkert að djóka“

Auðunn Blöndal og Steindi Jr. glímdu við konur úr Cholitas ættbálknum  í nýjasta þætti Suður-ameríska draumsins á Stöð 2. Cholitas er ættbálkur kvenna sem búið hafa í Andes fjöllunum í aldir. Auddi og Steindi þurftu að glíma við tvær hörðustu konur ættbálksins sem kalla sig The Fighting Cholitas.

Sjá einnig: Auddi og Steindi hjóluðu niður Dauðaveginn í Bólivíu: „Þú ert alltof nálægt brúninni“

Auddi og Steindi þurftu að sigra til þess að standast áskorunina en það er skemmst frá því að segja að þeir áttu ekki séns í konurnar sem voru báðar meistarar í heimalandinu og hafa keppt á Ólympíuleikunum í glímu. Yoselin og Fabiola tóku á strákunum af fullum krafti og lúbörðu þá.

Sjáðu myndbandið

Auglýsing

læk

Instagram