Fundu ekkert athugavert við hljóðið í Ófærð: „Allt eins og það á að vera“

Töluverð umræða hefur myndast um hljóðgæðin í fyrsta þætti nýrrar seríu af Ófærð sem var frumsýndur á öðrum degi jóla. Á samfélagsmiðlum hefur fólk kvartað yfir óskýru hljóði í þættinum. Skarp­héðinn Guðmunds­son, dag­skrár­stjóri hjá RÚV, segir að ekkert athugavert hafi fundist í samtali við Morgunblaðið.

Sjá einnig: Ben Stiller ánægður með Ófærð: „Elska þessa þætti og Ólaf Darra“

„Við sann­reynd­um hljóðið vel og vand­lega fyr­ir og eft­ir út­send­ingu, bæði hljóðblönd­un og út­send­ing­ar­styrk og fund­um ekk­ert at­huga­vert. Með öðrum orðum þá er allt eins og það á að vera,“ seg­ir Skarp­héðinn á mbl.is.

Hann bætir við að það gerist nær undantekningarlaust að kvartað sé yfir hljóði eða samtölum þegar boðið er upp á leikið íslenskt efni í sjónvarpinu. Það sama gerist á Norðurlöndunum.

„Það virðist sem fólk eigi erfiðara með að horfa á og skilja leikið efni án texta. Það sama ger­ist iðulega á Norður­lönd­un­um þegar boðið er upp á leikið nor­rænt efni án texta, þá ber­ast reglu­lega at­huga­semd­ir vegna hljóðsins og að sam­töl skilj­ist illa,“ segir hann og bætir við að Danska ríkisútvarpið hafi staðfest að þau fái reglulega samskonar kvartanir vegne danskra þáttaraða.

„Þeirra skýr­ing er að dansk­ir áhorf­end­ur séu ein­fald­lega óvan­ir því að horfa á leikið efni án texta, jafn­vel þótt það sé á dönsku og eigi þar með að skilj­ast.“

Skarphéðinn bendir svo á að hægt sé að nálgast texta á síðu 888 á textavarpinu

Auglýsing

læk

Instagram