Hera Björk og Friðrik Ómar senda frá sér tónlistarmyndbönd fyrir úrslit Söngvakeppninnar

Hera Björk og Friðrik Ómar eru á meðal þeirra sem munu keppa um að komast til Ísreal og syngja fyrir hönd Íslands í Eurovision í ár. Úrslitakvöldið er næsta laugardag en þau hafa nú bæði sent frá sér myndband fyrir lögin sín í keppninni.

Friðrik Ómar frumsýndi myndband við lagið Hvað ef ég get ekki elskað? á Facebook síðu sinni í gær og myndband við lag Heru,  Moving On, kom svo út í dag.

Friðrik Ómar segir í færslu á Facebook síðu sinni að lagið hafi breytt lífi hans og að það hafi snert við mörgum miðað við þau viðbrögð sem hann hefur fengið. Leikstjóri myndbandsins er Hannes Þór Arason hjá SKOT productions. Friðrik segir að hann sé þakklátur fyrir náið samstarf með honum.

Baldvin Z leikstýrir myndbandi Heru en hún segir í viðtali á Vísi.is í dag að hún sé gífurlega ánægð með útkomuna enda sé Baldvin snillingur.

Sjáðu myndböndin

Auglýsing

læk

Instagram