Af vélbrúðum og vegan-ætum—Toxic Vegan: „Robo Girl“

Hljómsveitin Toxic Vegan er samstarfsverkefni bandarísku lagasmiðanna Dillon O’Brian og Steve Lindsey. Félagarnir sækja sér innblástur í tónlist áttunda og níunda áratuga síðustu aldar, eins og heyra má í laginu Robo Girl (sjá hér að ofan). Myndbandið við lagið rataði inn á Youtube í janúar og eru flestir á því að hér sé um gott grúv að ræða. Svo er texti lagsins kómískur—ef ekki svolítið afbrigðilegur.

Þá eru meðspilarar Toxic Vegan í laginu ekki af lakari endanum; allir hafa þeir leikið með goðsögnum í tónlistarbransanum:

Dean Parks (gítar): Steely Dan, Michael Jackson, Stevie Wonder.
Freddie Washington (bassi): Herbie Hancock, Anita Baker, Aaron Neville.
Jim Cox (píanó): Aaron Neville, Elton John, Leonard Cohen.
John Beasley (hljómborð): Miles Davis, Carly Simon, Chick Corea.
Bernie Dresel (trommur): David Byrne, Hans Zimmer, Brian Setzer.
Alex Acuña (hristur): Weather Report, Joni Mitchell, Miles Davis.
John Ferraro (trommur): Randy Crawford, Carly Simon, Burt Bacharach.
Dan Higgins (saxófónn): Bette Middler, John Williams, Quincy Jones.
Chuck Findley (trompet): Steely Dan, Michael Jackson, Toto, Neil Young.

Lagið Robo Girl er að finna á plötunni My Fabulous Life sem Toxic Vegan gaf út hjá plötufyrirtækinu Extreme Music. Um er að ræða fyrstu plötu sveitarinnar.

Nánar: https://www.extrememusic.com/albums/3325

Auglýsing

læk

Instagram