Twitter gerir upp vikuna vegna þess að þig langar að hlæja og gráta á sama tíma

Viðburðaríkri viku að ljúka. Fólk þurfti að létta af sér á Twitter en í kjölfarið á stjórnarslitunum fór þar allt á yfirsnúning. Nútíminn tók saman nokkur góð tíst frá því í vikunni.

 

Björn framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu aðfaranótt föstudags. Og nótt var löng

Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu eftir að í ljós kom að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra héldu upplýsingum frá samstarfsflokkum sínum.

Hjalti Sigurjón Hauksson fékk uppreist æru í fyrrahaust. Hann hann fékk fimm og hálfs árs dóm árið 2004 fyrir að beita stjúpdóttur sína grófu kynferðislegu ofbeldi um árabil. Í gær kom í ljós að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, veitti Hjalta meðmæli vegna umsóknar um að fá uppreista æru í fyrra.

Sigríður Andersen sagði svo frá því fréttum í gær að hún hafi sagt Bjarna frá meðmælabréfi föður síns í júlí. Þau greindu samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn ekki frá þessu. Þannig voru þau að vinna í eigin hagsmunum frekar en almannahag að mati stjórnar Bjartrar framtíðar, sem ákvað því að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Þá telur stjórn Bjartrar framtíðar að um trúnaðarbrest sé að ræða.

Og í kjölfarið hófst veislan á Twitter

https://twitter.com/DNADORI/status/909016902814650368

Undirskrift föður Bjarna hafði mögulega afdrifaríkari afleiðingar en hann bjóst við

Þorsteinn kom með ágæta lausn

En það eru allavega tvö framboð komin fram

Og ein ósk um framboð

En það var meira í gangi

Og ekki allir að tala um pólitík

Annars súmmeraði þetta enginn upp betur en Bubbi

Auglýsing

læk

Instagram