Alda Karen:„Ég má tala um hlutina og ég er aldrei að leggja neinum lífsreglurnar“

Auglýsing

Alda Karen Hjaltalín er gestur vikunnar í Einkalífinu á Vísi

Hún hefur vakið mikla athygli undanfarin ár fyrir fyrirlestra sína og þá helst fyrir fyrirlestraröðina Life Masterclass. Einn slíkur fyrirlestur Öldu í fyrra vakti mikla athygli en þar komst hún illa að orði og sagði að fólk sem haldið væri sjálfsvíghugsunum ætti einfaldlega að segja:„Ég er nóg!“

„Alveg bara hrikalega mikið. Þetta er stærsti sjúkdómurinn sem skekur mannkynið,“ sagði Alda Karen sem sagði í kjölfarið að lausnin við þessum vanda væri einfaldur. Þeir sem væru haldnir slíkum hugsunum ættu einfaldlega að segja við sjálfa sig: „Þú ert nóg.“

Fékk hún mikla gagnrýni eftir þessi orð og stigu fjöldi sérfræðinga fram með óánægju sína.

Auglýsing

„Gangrýnin eftir Ísland í dag um að ég hefði illa að máli komist var ég sammála og ég hefði geta orðað þetta miklu betur enda ekki búin að vera mikið í sjónvarpi. Annað tók ég ekki til mín. Ég má tala um hlutina og ég er aldrei að leggja neinum lífsreglurnar.“

Í þættinum ræðir Alda um ónægju, lífið í New York og áföll sem hún varð að takast á.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram