Björgunarsveitarfólk Maður ársins 2019

Björgunarsveitarfólk landsins er Maður ársins 2019 að mati hlustenda Bylgjunnar og lesenda Vísis.

Um 2000 tilnefningar bárust að þessu sinni og kusu lesendur svo á milli tíu aðila. Segja má að úrslitin hafi verið afgerandi þar sem björgunarsveitirnar hlutu alls 5551 atkvæði eða 38% af þeim rúmlega 14.500 atkvæðum sem greidd voru.

Þá var fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan var í öðru sæti með tæp 14% atkvæða og uppljóstrarinn í Samherjamálinu, Jóhannes Stefánsson í því þriðja með tæp 13% prósent atkvæða.

Aðrir tilnefndir voru: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Bjartmar Leósson, hjólahvíslari, Eliza Reid, forsetafrú, Hildur Guðnadóttir, tónskáld, Margrét Lillý Einarsdóttir, sem sagði sögu sína í Kompás, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.

Hér fyrir neðan má hlusta á viðtal við Þór Þorsteinsson, formann Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, en hann tók við tilnefningunni Maður ársins fyrir hönd síns fólks.

Auglýsing

læk

Instagram