Brekkusöngur á Þjóðhátíð 2021 – Heima í stofu hjá þér!

Auglýsing

Brekkusöngur á Þjóðhátíð er fyrir löngu orðinn fastur liður í hátíðarhöldum Íslendinga um verslunarmannahelgina. Nú verður brekkusöngurinn í fyrsta skipti aðgengilegur um allan heim, í beinu streymi.

Öll miðasala fer fram á Tix.is og er hægt að velja á milli þriggja leiða; netstreymis í gegnum spilara frá Vimeo eða myndklykla Símans og Vodafone. Kaupandi velur rétta miðatýpu og fær kóða sem virkar í eitt af þremur kerfunum. Auðvelt er að virkja aðganginn strax og þá er allt klappað og klárt. Einnig er hægt að kaupa strax með fjarstýringunni í myndlyklum Vodafone og þegar nær dregur í myndlyklum Símans.

DAGSKRÁIN 1. ÁGÚST:
Kl. 23:00 – Brekkusöngur hefst
Kl. 22:00 – Upphitun

Nánari dagskrá verður kynnt innan skamms.

Auglýsing

Aðeins þarf að kaupa einn miða fyrir hvert heimili og áhugasamir eru hvattir til að tryggja sér miða strax á sérstöku forsöluverði.

SÉRSTAKT FORSÖLUVERÐ:
Streymi í gegnum Vimeo spilara: 2.900 kr.
Lyklar Símans og Vodafone: 3.400 kr

Miðaverð munu hækka þegar nær dregur og verður það tilkynnt með fyrirvara.

 

Tryggðu þér miða hér

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram