Hey, við erum eins árs. Nútímaforeldrar blása í lítinn lúður

Nú er rétt ár síðan við fórum í loftið með þennan kima á internetinu. Markmiðið með þessum hluta Nútímans var og er að miðla skemmtilegu og gagnlegu efni til foreldra og viðtökurnar hafa sannarlega verið frábærar. Takk fyrir það!

Við höfum fjallað um fjölbreytt efni; til dæmis barnvænar sundlaugar, mikilvægi ömmunnar, ófrjósemisaðgerðir, tímasparnað, skömm og skammir og blótsyrði fyrir foreldra. Og við höfum farið í krossferð gegn ógeði á YouTube og bakkað upp jólasveina. Allt í nafni fjörs og fræðslu fyrir ykkur.

Ef þið eruð með hugmyndir að þörfu og skemmtilegu efni fyrir Nútíminn – Foreldrar þá endilega sendið okkur línu. Pistlahöfundur síðunnar, Kristrún Heiða Hauksdóttir, fagnar öllum ábendingum og uppástungum, svo fremi sem þær tengjast foreldrum leynt eða ljóst.

Nútímaforeldrar eru líka á Facebook.
Lækaðu ef þér líkar síðan okkar og þá missir þú ekki af neinu.
Svo er dásamlegt að deila.

Auglýsing

læk

Instagram