Hárgreiðslustofur opna á ný

Ráðherrar funduðu í morgun og ræddi Svandís Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, við fréttamenn fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu eftir fundinn.

Þar sagði hún að meðal annars að starfsemi hárgreiðslustofa og íþróttastarf barna verði heimilað á ný frá 18. nóvember. Hins vegar verður áfram tíu manna samkomubann og tveggja metra reglan verður áfram í gildi.

„Það voru þrjár meg­in­breyt­ing­ar. Í fyrsta lagi erum við að heim­ila það sem er kallað ein­yrkj­a­starf­semi, starf­semi rak­ara, hár­greiðslu­stofa, nudd­ara og svo fram­veg­is, með grím­um auðvitað og há­mark 10 manns í rým­inu. Í öðru lagi verða íþrótt­ir barna og ung­menna, með eða án snert­ing­ar heim­ilaðar. Í þriðja lagi verður 25 manna há­mark í hverju rými í fram­halds­skól­um, það var áður bara á fyrsta ári,“ seg­ir Svandís.

Varðandi tillögu Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um tvöfalda skimun á landamærum sagði Svandís að sú umræða hefði ekki verið kláruð á fundi dagsins. Tekin verður ákvörðun um það mál á næstu dögum, að sögn Svandísar.

Auglýsing

læk

Instagram