Heima með Helga Björns á laugardagskvöldið næsta

Óhætt er að segja að Helgi og félagar hafi slegið í gegn síðustu tvö laugardagskvöld með kvöldvökunni ‘Heima með Helga Björns’. Viðtökurnar hafa verið hreint út sagt ótrúlegar þar sem þjóðin hefur sameinast í söng yfir sjónvarpinu.

Næsta laugardagskvöld ætla Helgi og Reiðmenn vindanna að mæta í þriðja sinn með tónleika heima í stofu hjá landsmönnum. Helgi mun ásamt gestum syngja nokkur af sínum þekktustu lögum ásamt vinsælum dægurlagaperlum. Þið hafið kost á að taka þátt í lagavali og senda inn kveðjur á viðburðinum hér

Tónleikarnir hefjast kl 20:00 í opinni dagskrá á laugardagskvöld í Sjónvarpi Símans og þeim verður streymt á mbl.is og útvarpsstöðinni K100.

Auglýsing

læk

Instagram