Meðvitundarlaus í sjónum við Hörpu

Tilkynning barst um mann í sjónum við tónlistarhúsið Hörpu, á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þetta kemur fram á vef rúv
Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er útlit fyrir að um slys hafi verið að ræða en maðurinn var meðvitundarlaus á floti upp við grjótgarð við Hörpu.
Fimmtán mínútum eftir að tilkynningin barst voru tíu til tólf lögreglu- og slökkviliðsmenn, ásamt körfubíl, slökkvi- og sjúkrabíl komin á staðinn. Maðurinn var þá hífður á land í körfu.
Hann var orðinn nokkuð kaldur, að sögn lögreglu, og var fluttur í skyndi á sjúkrahús.
Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um líðan mannsins.
Auglýsing

læk

Instagram