Níu veitingastaðir hlutu viðurkenningu Icelandic Lamb

Í dag hlutu níu veitingastaðir viðurkenninguna Icelandic Lamb Award of Excellence, frá markaðsstofunni Icelandic Lamb.

Ár hvert hljóta þeir veitingastaðir sem þykja hafa skarað fram úr í framreiðslu á íslensku lambakjöti verðlaunin. Þetta var í fjórða sinn sem viðurkenningarnar eru veittar. Í ár var hins vegar í fyrsta skipti sem veitingastöðunum var skipt í þrjá flokka; sælkeraveitingastaðir (fine dining), bistro og götumatur – og fimm veitingastaðir tilnefndir í hverjum flokki.

Forsetafrúin, Eliza Reid, veitti viðurkenningarnar og ávarpaði samkomuna sem fór fram í dag við hátíðlega athöfn í Vinnustofu Kjarvals í Austurstræti Reykjavíkur.

Eftirtaldir staðir hlutu að þessu sinni viðurkenningar:

Sælkeraveitingastaðir

  • Geysir Hótel Restaurant
  • Hver Restaurant
  • Silfra Restaurant

Einnig voru tilnefnd: Geiri Smart og Fiskfélagið.

Bistro

  • Heydalur
  • KK Restaurant
  • Mímir

Einnig voru tilnefnd:  Lamb Inn og Forréttabarinn.

Götumatur

  • Fjárhúsið
  • Lamb Street Food
  • Le Kock

Einnig voru tilnefnd: Shake & Pizza og Icelandic Street Food.

Í ávarpi sínu fagnaði Eliza Reed þeim árangri sem náðst hefur í markaðssetningu á Íslensku lambakjöti til ferðamanna með átaksverkefninu. Sæmundur Kristjánsson, Guðbjörg Gissurardóttir og Pétur Snæbjörnsson sátu í dómnefndinni, en hún lagði mat á markaðs- og kynningarefni staðanna, auk faglegrar þátttöku þeirra í samstarfsverkefninu.

Þetta kemur fram á vef Bændablaðsins

Auglýsing

læk

Instagram