Palli frestar afmælistónleikum sínum

Tónlistarmaðurinn Páll Óskar fagnar í ár fimmtugsafmæli sínu og var planið að fagna áfanganum með stórtónleikum þann 13 og 14. mars. Hann hefur nú tilkynnt það á Facebook síðu sinni að tónleikunum verði frestað fram á haust.

„Ég og RIGG-viðburðir höfum tekið þá ákvörðun að fresta afmælistónleikunum mínum fram á haust. Við erum að vinna í endanlegri dagsetningu, en stefnan er tekin á sept-okt. Ástæðan er auðvitað COVID-19 kórónavírusinn. Við viljum ekki stefna áhorfendum í aðstæður sem gætu reynst þeim sjálfum, eða þeirra nánustu, hættulegar eða skaðlegar.
Að vinna svona risatónleika í miðri óvissu um samkomubann er óbærilegt,“  skrifar Palli.

„Þetta eru gleði-tónleikar og ég vil frekar telja í þegar hættan er liðin hjá. Þá verður líka helmingi meira gaman og rík ástæða til að fagna.“

Auglýsing

læk

Instagram