Smárabíó opnar 4. maí!

Smárabíó mun opna á ný þann 4. maí eftir að tilslakanir á samkomubanni taka gildi. Tryggt verður að gestir hafa möguleika á 2 metrum á milli sæta og aldrei verða fleiri en 50 manns í hverjum sal.

„Við höfum fengið mikið af fyrirspurnum um hvenær við munum opna á ný, og fundið fyrir söknuð viðskiptavina að geta kíkt í bíó. Það er því ánægjulegt að geta tilkynnt að við munum opna dyrnar þann 4. maí“. segir Ólafur Þór Jóelsson, framkvæmdastjóri kvikmyndahúsa Senu.

„Við hjá Smárabíói höfum nýtt tímann sem við höfum þurft að hafa lokað til að tryggja að upplifun bíógesta verði sem best í nýju umhverfi. Við eigum þá sérstöðu að geta boðið upp á snertilausa þjónustu, allt frá miðakaupum að veitingum. Mikil áhersla er lögð á þrif og sótthreinsun og boðið verður upp á hanska fyrir þau sem óska þess,” segir í tilkynningu frá kvikmyndahúsinu.

„Við getum tekið við hópa- og afmælisbókunum bæði í bíó og einnig á skemmtisvæði okkar, en þar geta hópar leigt kareoke herbergi, lasertag og pantað veitingar.”

Auglýsing

læk

Instagram