10 ár frá dauða Michael Jackson

Auglýsing

Í dag eru 10 ár liðin frá því að poppstjarnan Michael Jackson féll frá, fimmtugur að aldri. Jackson er einhver farsælasti tónlistarmaður samtímans og er einn söluhæsti tónlistarmaður allra tíma.

Michael Jackson fæddist 29. ágúst 1958 í Indiana í Bandaríkjunum og skaust ungur fram á sjónarsviðið ásamt systkinum sínum í The Jackson 5. Hann gaf út sína fyrstu sólóplötu, Got to be there, í janúar 1972 og seldist hún í yfir 3.2 milljón eintökum á heimsvísu. Sjötta plata Jackson, Thriller, var á sínum tíma söluhæsta plata í heimi og seldist hún í um 66 milljónum eintaka. Michael skildi eftir sig 3 börn, þau Michael Joseph Junior, Paris Michael Katherine og Prince Michael.

Leaving Neverland

Þó svo að framlag Jackson til tónlistar sé óumdeilanlegt hefur arfleið hans beðið hnekki, og þá sérstaklega undanfarið. Breska ríkisútvarpið, BBC, ákvað meðal annars fyrr á árinu að hætta að spila tónlist Michael Jackson á útvarpsstöð sinni í kjölfar ásakanna um kynferðislegt ofbeldi hans gegn börnum.

Auglýsing

Í ágúst 1993 bárust fyrst fréttir af því að lögreglan í Los Angeles væri að kynna sér ásakanir á hendur Jackson, ásakanirnar snérust um kynferðisofbeldi gegn ungum dreng. Árið 2005 var Jackson sýknaður af ákærunni. Árið 2003 var einnig gerð húsleit í Neverland-búgarði Michael og í skýrslum lögreglunnar kom fram að í svefnherbergi og á baðherbergi Jackson hefðu fundist sjö söfn með myndum af nöktum unglingspiltum.

Fyrr á árinu kom heimildarmyndin Leaving Neverland út en hún segir sögu tveggja manna sem greina frá því að Michael Jackson hafi beytt þá kynferðisofbeldi í æsku. Á þeim tíma sem ofbeldið á að hafa átt sér stað var Jackson á hátindi söngferils síns. Fórnarlömbin sem koma fram í heimildarmyndinni, Wade Robson og James Safechuck segja báðir að Jackson hafi brotið gegn þeim yfir margra ára tímabil.

 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram