15 ára stúlka í öndunarvél eftir að hún fannst meðvitundarlaus í miðborg Reykjavíkur

Tvær 15 ára stúlkur fundust meðvitundarlausar á tröppum í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir klukkan átta í gær. Grunur leikur á því að þær hafi innbyrt fíkniefnið MDMA. Stúlkunnar voru fluttar á gjörgæsludeild Landspítalans. Önnur þeirra er sögð komin til meðvitundar meðan hin er enn í öndunarvél. Það er Mbl.is sem greinir frá þessu.

Fram kemur í frétt Mbl.is að mikið frost hafi verið í gærkvöldi þegar stúlkurnar fundust og hefðu þær því hæglega geta orðið úti.

„Þessir krakkar eru oft að taka inn eitthvað sem þau vita ekkert hvað er eða hversu sterkt það er,“ segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is 

Auglýsing

læk

Instagram