2,6 milljónir í Bílastæðasjóð á Menningarnótt

Eigendur 1.060 bíla voru sektaðir fyrir að leggja ólöglega á Menningarnótt í ár. Þetta er metfjöldi samkvæmt frétt Mbl.is.

Sektin fyrir stöðubrot er 2.500 krónur. Það má því gera ráð fyrir að bílastæðaverðirnir tíu sem voru á vakt hafi ásamt lögreglunni sektað fyrir 2,6 milljónir króna. Í frétt Mbl.is kemur fram að aldrei hafi eins mörg­um göt­um verið lokað fyr­ir um­ferð á Menn­ing­arnótt og í ár og Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs er ómyrk í máli:

Það var mjög skýrt tekið fram hvar mætti leggja og að þeir sem ekki virtu það yrðu sektaðir.

Ekki lögðu allir ólöglega um helgina því samkvæmt vef Strætós hafa aldrei fleiri nýtt sér þjónustuna og á Menningarnótt í ár.

Auglýsing

læk

Instagram