Ætla að lesa sögur úr #MeToo baráttunni í öllum landsfjórðungum á sama tíma

Stór hópur íslenskra kvenna ætlar að koma saman á sunnudaginn og lesa sögur úr #MeToo baráttunni sem ekki hefur farið framhjá neinum undanfarnar vikur og mánuði. Flutningur fer fram á sama tíma á Akureyri, Ísafirði, Seyðisfirði og Reykjavík á sama tíma.

Konurnar og frásagnirnar sem þær lesa koma meðal annars úr röðum sviðslistakvenna, tónlistarkvenna, stjórnmálakvenna, fjölmiðlakvenna, íþróttakvenna, kvikmyndagerðarkvenna og kvenna í tæknigeiranum.

#metoo baráttan hefur farið sem eldur í sinu um allan heim í kjölfar þess að leikkonur í Bandaríkjunum stigu fram og sökuðu framleiðandann Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og ofbeldi. En óviðeigandi hegðun, áreitni og ofbeldi virðast ekki láta neina starfsstétt ósnortna.

Meðal þeirra sem lesa í Reyjavík eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir fyrrum borgarstjóri, leikkonurnar Kristbjörg Kjeld, Halldóra Geirharðsdóttir og Ilmur Kristjánsdóttir, tónlistarkonurnar Hildur og Sigríður Thorlacius.

Nánar um viðburðinn má lesa hér. 

Auglýsing

læk

Instagram