Áfengisfrumvarpið lagt fram á ný, hér eru fjórir hlutir sem verða enn þá bannaðir

Sex­tán þing­menn úr Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum, Bjartri framtíð og Pírötum eru flutn­ings­menn frum­varps um að sala áfengis verði gef­in frjáls sem hefur verið lagt fram á ný.

Vil­hjálm­ur Árna­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, er fyrsti flutn­ings­maður en hann flutti sama frumvarp á síðasta þingi. Ef frumvarpið nær í gegn verður þó ýmislegt enn þá bannað. Nútíminn tók það saman.

1. Það verður bannað að selja áfengi eftir klukkan 20

Samkvæmt frumvarpinu skal afgreiðslutími ekki vera lengri en frá klukkan 9 að morgni til kl. 2o að kvöldi.

2. Það verður bannað að framleiða áfengi til einkaneyslu

tumblr_lsbltcE0oi1qzwhb0o1_400

Það varðar mann sektum eða fangelsi allt að sex árum ef hann framleiðir áfengi til einkaneyslu og sölu þótt ekki sé í atvinnuskyni,

3. Það verður bannað að selja áfengi í pylsuvögnum

19ff3uhzoqsyigif

Í frumvarpinu kemur fram að sveitarstjórn sé óheimilt að veita smásöluleyfi til ísbíla, pylsuvagna og annarra færanlegra veitingavagna og markaðsbása, myndbanda- og mynddiskaleigna og smásölu matvæla í sjálfsölum.

4. Það verður bannað að auglýsa áfengi

giphy-4

Það varðar mann sektum eða fangelsi allt að sex árum ef hann auglýsir áfengi eða áfengisteg­und — þrátt fyrir að þetta er erlendum fjölmiðlum og internetinu heimilt að auglýsa áfengi á Íslandi.

Sjá einnig: Níu hlutir sem breytast ef áfengi fer í matvöruverslanir

Auglýsing

læk

Instagram