Billie Eilish opnar sig um frægðina:„Þetta var hræðilegt fyrsta árið“

Auglýsing

Söngkonan unga Billie Eilish opnaði sig um frægðina í viðtali við tímaritið Elle nú á dögunum.

Hún er aðeins 17 ára gömul en þrátt fyrir ungan aldur hefur henni tekist að skapa sér nafn í tónlistarheiminum og er orðin þekkt út um allan heim. En lög eins og “Bury a friend”, “Ocean eyes” og “Bad guy” eru á meðal þeirra sem skutu henni á toppinn.

En þessi skyndilega frægð hefur, eins og hjá svo mörgum öðrum stjörnum, reynst henni erfið.

„Ég get hvergi farið” segir hún í viðtalinu.

Auglýsing

Hún segir að það komi alveg tímar þar sem hún óski þess að hún væri ekki svona fræg.

“Þegar ég er í flugvél og það koma tvær stelpur og pota í andlitið á mér og taka mynd af mér þegar ég er að reyna að sofa. Ekki misskilja mig — Ég elska að fólk hafi áhuga á mér og sé ekki skítsama um mig. En það eru línur. Fólk gleymir því stundum hvað virðing er.”

Hún segist hafa átt erfitt fyrsta árið eftir að hún varð fræg en hún sé farin að venjast frægðinni og jafnvel líka aðeins vel við hana — þrátt fyrir að geta hvergi farið óáreitt.

Það er áhugavert að fylgjast með þessari ungu söngkonu en hún er nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin.

 

 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram