Hefur dáið 23 sinnum á hvíta tjaldinu

Auglýsing

Leikarinn Sean Bean var afhöfðaður í Game Of Thrones, skotinn með örvum í The Lord Of The Rings og féll til dauða í Golden Eye.

Eftir 35 ár í bransanum er hann kominn með nóg af því að leika alltaf gæjann sem deyr. Og hefur tekið þá djörfu ákvörðun að hafna hlutverkum þar sem persónan sem hann leikur mun deyja.

„Ég hef hafnað hlutverkum og sagt: Áhorfendur munu vita að persónan deyr, einfaldlega af því að ég er að leika hana.”

En leikarinn sem hefur látið lífið alls 23 sinnum á hvíta tjaldinu segist ekki ætla að taka að sér fleiri hlutverk þar sem sem persónan deyr.

Auglýsing

Aðdáendur Game Of Thrones muna eftir honum í hlutverki Ned Stark sem lést í fyrstu þáttaröðinni. Eftir að hafa yfirgefið þættina svo snemma fannst honum hann útundan þegar þættirnir fóru á flug og urðu eins vinsælir og raun bar vitni. Fannst honum frekar súrt að horfa á þættina heima í stofu en þáttaraðirnar urðu alls átta.

 

Nú hefur hann loksins fengið hlutverk í væntanlegri þáttaröð sem nefnist, World On Fire, þar sem persóna hans deyr EKKI.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram