Mandi Pizza kemur í stað Nonnabita

Auglýsing

Aðspurður um hvers vegna hann hefði ákveðið að opna pizzastað segir Hlal Jarah, eigandi sýrlensku veitingastaðakeðjunnar Mandi, einfaldlega: „Því ég elska pizzu.“ Þetta kom fram á vef Vísis.

En Mandi hefur tryggt sér rýmið þar sem Nonnabitar voru áður til húsa í Hafnarstræti. Hlal segir að stefnt sé á að opna pizzastaðinn, Mandi Pizza, vonandi í byrjun desember.

Mandi hefur sérhæft sig í sýrlenskri matargerð og hefur notið gríðarlegra vinsælda allt frá opnun árið 2011. Þeir reka nú staði bæði í miðbænum og í Skeifunni.

Hlal segir að það hafi þó ekki einvörðungu verið ást hans á pizzu sem hafi ráðið ákvörðuninni. Mandi hafi fengið fjölmargar fyrirspurnir, bæði frá svöngum partýljónum og fjölskyldufólki í Skeifunni, um hvort ekki væri hægt að bæta pizzum við matseðilinn. Það hafi hugnast aðstandendum Mandi vel en þó hafi þau ekki viljað blanda pizzugerð við núverandi starfsemi í Veltusundi og Skeifunni. Því hafi verið tekin ákvörðun um að opna sérstakt pizzuútibú í Hafnarstræti sem fyrr segir.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Kjúklinga Alfredo Pizza

Spaghetti Carbonara

Instagram