Munu ræða kosti CBD-olíu og hamps

Auglýsing

Samtökin, Hampfélagið, standa fyrir ráðstefnu á Grand Hótel á morgun þar sem kostir CBD-olíu og hamps verða ræddir.

Hampfélagið var stofnað til að fræða og miðla til fólks þeim ávinningi sem hlýst af nýtingu hamps.Erlendir og íslenskir sérfræðingar koma fram á ráðstefnunni og miðla þekkingu sinni á plöntunni.

„Tilgangur félagsins er að fræða fólk og kynna því það sem er að gerast úti í heimi í þessum málum. Þetta er ein helsta nytjaplanta heims, þó að hún sé því miður enn bönnuð víða. En hún er alltaf að verða vinsælli og vinsælli í verkjastillingu og vegna annarra kosta sem neysla hennar hefur,“ segir Þórunn, einn af stofnendum félagsins.

Að hennar sögn berjast samtökin fyrir því að fólk hérlendis fái að nota olíuna við hinum ýmsu kvillum.

Auglýsing

„Þetta er að breytast mikið í Evrópu og Bandaríkjunum. Nú má nota olíuna mun víðar í Evrópu ásamt Bandaríkjunum og Kanada. Við erum fyrst og fremst að fá fólk til að fræðast því það eru svo margir með fordóma fyrir þessari plöntu, en hampurinn inniheldur bara 0,3 prósent THC. Það þýðir að hann er ekki vímugjafi og því getur maður ekki misnotað hann á þann máta. Svo er hann líka algjörlega náttúrulegur. Það á einfaldlega að leyfa fólki að nýta sér þessa plöntu.“

Þórunn veit til þess að fólk hérlendis hafi náð að minnka lyfjanotkun eftir að þeir hófu að nýta CBD-olíu.

„Hérlendis má fólk ekki einu sinni panta sér eða taka með sér eina flösku til landsins. Við viljum ekki bara að almenningur kynni sér þetta heldur líka alþingismenn. Við stofnuðum samtökin því það er fullt af fólki sem er að nýta sér þetta á Íslandi og enn fleiri sem vilja fá að nota olíuna. Svo vilja margir líka vinna úr hampinum, þetta er ein sjálfbærasta planta í heimi. Það er hægt að nýta hana í margt og hún vex á bara fjórum mánuðum.“

Ráðstefnan ber yfirskriftina, Hampur fyrir framtíðina, og fer fram annað kvöld klukkan 19.00 á Grand Hóteli. Aðgangur er ókeypis.

Þetta kom fram á vef Fréttablaðsins.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram