Will Smith stelur senunni á Óskarnum: Slær Chris Rock í beinni og tekur styttuna

„Þetta var magnaðasta stund í sögu sjónvarps,“

segir grínarinn og kynnirinn Chris Rock, en Óskarskvöldið í ár tók sérdeilis óvænta stefnu þegar stórleikarinn Will Smith rauk upp á svið og sló Rock í beinni útsendingu.

Þetta var eftir að Rock kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Hann sagði að Jada væri G.I. Jane þar sem hún er krúnurökuð, en hún hefur áður talað opinberlega um að hún fáist við hárlos. Will var nóg boðið og labbaði upp á svið og sló Chris sem virtist bregða töluvert.

„Láttu nafn konunnar minnar ekki koma út úr helvítis munninum á þér“, öskraði Smith á Rock.

Shawn Combs steig þá upp á svið í kjölfar átakanna og sagði að þeir myndu leysa úr þessu saman eins og fjölskylda eftir útsendinguna. Ekki leið þó á langt þar til Smith lét aftur sjá sig á sviðinu, en skömmu eftir atvikið hlaut hann sína fyrstu Óskarsstyttu í flokki besta karlleikara í aðalhlutverki, þá fyrir kvikmyndina King Richard.

Hér að neðan má finna fáein viðbrögð netverja á Twitter yfir senuþjófnaði stórleikarans, en samskiptamiðillinn logaði eins og búast mátti við.

Auglýsing

læk

Instagram