Alexandra Helga og Gylfi himinlifandi með brúðkaupsdaginn: „Dagurinn var einstakur“

Auglýsing

Það hefur varla farið fram hjá neinum en Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Sigurðsson gengu í það heilaga á Ítalíu um helgina. Alexandra birti í dag glæsilega mynd af brúðhjónunum á Instagram og lýsti yfir ánægju sinni með daginn.

Sjá einnig: Brúðkaup Gylfa og Alexöndru:„Fallegasta brúðkaup fyrr og síðar hjá fallegustu brúðhjónunum“

Brúðkaupið var haldið við Como vatn á Ítalíu og var hið glæsilegasta. Fjöldi íslenskra landsliðsmanna mætti í veislunna og dansað var fram á morgun undir atriðum frá skemmtikröftum á borð við Friðrik Dór og Jón Jónsson, Sóla Hólm, Aron Can og Herra hnetusmjör.

Við myndina sem Alexandra birti í dag skrifaði hún: „Nýgift. Mig langar að þakka öllum vinum og fjölskyldunni sem kom til að fagna með okkur. Dagurinn var einstakur og töfrum líkastur.“

Auglýsing

Gylfi birti einnig myndina á sínum aðgangi og skrifaði: „Giftist bestu vinkonu minni á laugardaginn.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram