Argentínsk ferðaskrifstofa nýtir sér vinsældir Rúriks og auglýsir ferðir til Íslands með mynd af honum berum að ofan

Vinsældir Rúriks Gíslasonar í Argentínu virðast engan endi ætla að taka. Argentínska ferðaskrifstofan Turismocity auglýsir nú ferðir til Íslands í færslu á Facebook-síðu sinni en henni fylgir mynd af Rúrik berum að ofan. „Stelpur og strákar. Það eru flug til Íslands fyrir 30 þúsund…. Hver ætlar með??“ segir í færslunni og viðbrögðin láta ekki á sér standa. Nú hafa 13 þúsund manns hafa líkað við færsluna og rúmlega tvö þúsund athugasemdir verið gerðar við færsluna.

Nútíminn sagði frá því hvernig Rúrik vakti mikla athygli þegar hann kom inná í leik Argentínu og Íslands á HM á laugardag. Fylgjendum hans á Instagram fjölgaði um marga tugi þúsunda á nokkrum klukkutímum og skildu argentínskar konur eftir ástarjátningar við myndir af honum.

Sjá einnig: Rúrik vinsæll í Argentínu: „Hvernig er hægt að vera svona sætur?”

Ein konan segist í athugasemd sinni hafa horft á leikinn á laugardag með kærastanum sínum og þegar Rúrik kom inn á gat hún ekki sagt annað en „Guð minn góður!“.

Önnur kona segist strax vera byrjuð að undirbúa ferð til Íslands og sú þriðja trúir ekki að það sé til svona fallegt fólk.

„Díos mío chicas…“

Chicas y chicos: Hay vuelos a Islandia por 30.000…quien viene?Fechas acá: https://www.turismocity.com.ar/vuelos-baratos-a-REK-Reykjavik

Posted by Turismocity on Laugardagur, 16. júní 2018

Auglýsing

læk

Instagram