Ariana Grande pantaði sér grande latte á Starbucks á rúntinum með Corden

[the_ad_group id="3076"]

Söngkonan Ariana Grande fór með James Corden á rúntinn í gær í fasta liðnum Carpool Karaoke í spjallþætti kappans The Late Late Show.

Þau renndu í gegnum lagasafn Ariönu á ferð sinni um Los Angeles og sungu meðal annars lög af nýrri plötu söngkonunnar „Sweetener“.

Þau ræddu þrálátar sögusagnir um að hún láti halda á sér hvert sem hún fer og fóru á Starbucks þar sem hún pantaði sér grande latte, en ekki hvað!

Sjón er sögu ríkari

Auglýsing

læk

Instagram